Showing 25–36 of 40 results

Pronar PT512 fjölnota vagn

fjölhæfur vagn til ýmissa fluttninga.

12 tonna hlassþyngd

Hentar vel þar sem fjölbreytni í notkun ræður för, sem flatvagn, malarvagn með einu setti af skjólborðum og kornvagn með tveim settum af skjólborðum. Tandem með blaðfjöðrum gera hann mjúkan í drætti hvort sem um tóman eða hlaðin vagn er að ræða. Sturtun er á þrjá vegu, aftur úr og til sinn hvorrar hliðar. Skjólborð eru 60 cm breið, gerð úr rifluðu stáli og auðveld í umgengni hvort sem um er að ræða að opna eða hreinlega taka þau af. Upphækkun um 60 cm breið skjólborð sem er smellt á er valbúnaður. Kornlúga á afturhlera er staðalbúnaður. Stigi með góðum þrepum er framan á vagninum til að auðvelda inngöngu á pallinn. Hæðarstillanlegt dráttarbeisli með 50 mm snúningsauga. Vökvastýrður fótur á dráttarbeisli. Val um loft eða vökvabremsur en í þessu tilfelli er um vökvabremsur að ræða. Hann er með handbremsu sem er trekkt. Ljósabúnaður að aftan. Dekk stærð 500/45-22,5 Litur er rauður ral 3000 á grind og grænn ral 6010 á skjólborðum.  Heimasíða Pronar      

Pronar T679/2 malarvagn

Malarvagnarnir frá Pronar eru með þeim betri sem eru framleiddir í dag. Vagnarnir eru sterkir og endingargóðir. Vagnin kemur með blaðfjaðrir á hvorn öxul, vökvabremsum, handbremsu, afturgafli sem getur lagst að ytri hlið vagnsins og vökvavör.

Stillanleg beislistenging og vökvafótur Dekk 550/45 R22.5 RE
 
Tæknilegar upplýsingar:
T679/2
Heildarþyngd (kg) 16350
Hleðsluþyngd (kg) 12000
Tómaþyngd (kg) 4350
Hleðslumagn (rúmmetrar) 7,7
Flatarmál palls (fermetrar) 10,9
Stærð á palli, lengd/breidd (mm) 4625/2410
Heildarstærð vagns (L/B/H) 6230/2546/2080 mm
Þykkt á stáli (gólf/veggir) 10/8 mm
Hæð palls frá jörðu (mm) 1240
Dekkjastærð 550/45 R22,5 RE
Sturtar beint aftur
Sturtar á hlið Nei
Vörunúmer 381000679

Pronar T701 HP malarvagn

Malarvagnarnir frá Pronar eru með þeim vandaðri sem eru framleiddir í dag. Vagnarnir eru sterkir og endingargóðir 

Pronar T701 HP, hálfpípu vagninn var hannaður sérstaklega með kröfur notenda í byggingar - og verktaka iðnaði, í huga. Vagninn er einstaklega stöðugur og með þéttum vökvaopnanlegum afturhlera sem getur einnig verið í "swingin" stöðu og stutt  þá við efnið þegar sturtað er til að fá jafnt yfirborð þegar sturtað er á ferð. Vagninn er búinn “bogie” fjöðrun á fleygfjöðrum með 1600 mm hjólhafi og miklu hallahorni, sem virkar vel við erfiðar aðstæður. Beislið er á gormafjöðrun. Hleðslurýmið er úr Hardox 450, 6mm þykku stáli.

Dekkin eru Alliance 882, stærð 600/55R26,5

Pronar T701 HP malarvagn eins og hann er oftast afgreiddur:

Öflugur 22 tonna malarvagn sem hefur mikla notkunnarmöguleika í erfiðu landi. 

Flotdekk   600/55R26,5

Tæknilegar upplýsingar:

Leyfileg heildarþyngd (tæknilega):      25 tonn

Skráning  heildarþyngd:                       22,000 kg

Burðargeta:                                             19,100 kg

Eigin þyngd:                                              5,900 kg

Hleðslumagn:                              12,5 rúmmetrar

Hleðsluhólf að innan lengd:               5300 mm

Hleðsluhólf innan breiddar:    2250/2300 mm 

Mál: lengd/breidd/hæð:   7570/2550/2840 mm

Hæð hliðarveggjar:                               1250 mm

Þykkt gólf/vegg Hardox                         6/6 mm

Hleðsluhæð, mæld frá jörðu:             2480 mm

Hjólhaf:                                                   1960 mm

Vökvabremsur

Fjöðrun:        parabolic fjaðrir 24 tonn bogie

Beislishleðsla:                                          3000 kg

Dekk:                                                   600/55R26,5

 Hámarkshraði:                                   40 km/klst 

Sturtubúnaður: 4670 mm langur tjakkur 41L / 200 bar

Sturtuhorn                                              55 gráður

Heimasíða Pronar Bæklingur Handbók  

Pronar T701 malarvagn

T701 malarvagn

Malarvagnarnir frá Pronar eru með þeim vandaðri sem eru framleiddir í dag. Vagnarnir eru sterkir og endingargóðir enda er stálið í þessum vögnum þykkara en hjá öðrum framleiðendum. Þessi vagn kemur með fjöðrum á öxlum,vökvabremsum eða loftbremsum, handbremsu (barki), aurhlífum, ljósum, stiga, afturgafli. Hægt er að fá ýmsan aukabúnað á vagninn, s.s. stærri krók, varadekk, þykkara stál í pall o.fl.

Val er um að fá vagnana með Hardox-stáli 

Pronar T701 malarvagn eins og hann er oftast afgreiddur:

Öflugur 21 tonna malarvagn sem hefur mikla notkunnarmöguleika í erfiðu landi. 

Flotdekk      710/45 R 26,5 

Tæknilegar upplýsingar

Leyfileg heildarþyngd (tæknilega):      24 tonn

Skráning  heildarþyngd:                       21,000 kg

Burðargeta:                                             14,840 kg

Eigin þyngd:                                              6,160 kg

Hleðslumagn:                              10,6 rúmmetrar

 Hleðslurými:                                  13,5 fermetrar

Hleðsluhólf að innan lengd:               5600 mm

Hleðsluhólf innan breiddar:               2410 mm 

Mál: lengd/breidd/hæð:   7360/2550/2330 mm

Hæð hliðarveggjar:                                800 mm

Þykkt gólf/vegg:                                     10/8 mm

Pallhæð, mæld frá jörðu:                    1475 mm

Hjólhaf:                                                   2060 mm

Vökvabremsur

Fjöðrun:                                    parabolic fjaðrir

Beislishleðsla:                                          3000 kg

Dekk:                                                   710/45R26,5

 Hámarkshraði:                                  40 km/klst 

Sturtubúnaður: 2 telescopic tjakkar

Vörunúmer  381102028000153

Pronar T-285 Krókheysivagn

Pronar – T285 krókheysi

Pronar heisi-vagnana er hægt að fá bæði með palli/gám eða án. Vagnarnir eru sterkir og vel byggðir enda hefur Pronar fengið fjölda verðlauna fyrir vörur sínar. Vagnarnir eru á tveimur tendem-öxlum að aftan, vökvastýrðum stoðfæti að framan, vökvabremsum eða loftbremsuml, handbremsu, ljós. Hægt er að fá ýmsan aukabúnað til viðbótar, s.s. stærri dekk, varadekk, aðra stærð á dráttarkrók o.fl. Vagnarnir eru oftast til á lager
Heimasíða Pronar Vörunúmer: 381000260

Pronar T185 krókheysisvagn

Pronar T185 er lipur og í þægilegri stærð (12 tonna burður)  til notkunnar fyrir bæjarfélög, verktaka sem og bændur. 
Hann ræður vel við allar gerðir gáma og palla sem eru í hvað mestri notkun við meðhöndlun á daglegum tilfærslum efnis, söfnun á rusli og garðaúrgangi, þ.e.s öllu þessu sem daglegt líf kallar til. 
Pronar krókheysis-vagnarnir eru sterkir og vel byggðir enda hefur Pronar fengið fjölda verðlauna fyrir vörur sínar. Vagnin er með dekkstærð 500/50-17 í upphaflegri útfærslu en val er um fleiri stærðir að ósk neitanda. Tandem fjöðrun með vökvalás til aukins stöðuleika við hleðslu og vökvabremsur 300x15. Dráttarbeisli með stillanlegri hæð og 50 mm auga. Umskiptanlegt ef kúla hentar betur.   12 V LED ljósabúnaður með breiddarljósum. Plast aurhlífar yfir hjólum. Vagnin þarf 3 vökvaúttök frá dráttarvél fyrir fjöðrunarlás, sturtun og stjórnun á krókarmi. Vagnarnir eru oftast til á lager ásamt tilheyrandi skúffum. Hægt er að fá ýmsan aukabúnað til viðbótar, s.s. stærri dekk, varadekk, aðra stærð á dráttarkrók,vökvastýrðan fót, losftbremsur, eigið vökvakerfi með dælu og olíutank knúið af drifskafti, vökvastýrðum lásum á gáma  o.fl. Heimasíða Pronar Handbók Vörunúmer 381000185

Skúffa KO01 á T185

Gámur til fjölbreytilegrar notkunar. Hentar vel í landbúnaði sem og fyrir bæjarfélög og verktaka. Gámurinn er með tveim dyrum að aftan sem opnast til sinn hvorrar hliðar og er með miðjulæsingu. Hliðar með C-prófíl. Heimasíða Pronar Vörunúmer 381000003

Skúffa KO02 á T185

Gámur til fjölbreytilegrar notkunar. Hentar vel í landbúnaði sem og fyrir bæjarfélög og verktaka. Gámurinn er með afturhlera sem getur opnast niður, til hliðar og verið í hangandi stöðu. Hann er með sérstaklega stirktan botn og hliðar og þolir því vel malar og grjótflutninga. Hliðar eru með C-prófíl. Heimasíða Pronar Vörunúmer 381000002

Skúffa KO04 á T285

Gámur KO04 býður upp á  26m3 hleðslumagn og er hann stærsti gámurinn hjá Pronar. Vegna styrkinga með C-prófíl á hliðum er hann öflugur og rúmmál hans gerir að hann  er tilvalin til að flytja korn, laufblöð, trjákurl og ýmsan rúmfrekan efnivið. Gámurinn hefur tvær dyr að aftan sem opnast til sinn hvorrar hliðar. Miðjulæsing. Ásamt krókheysisvagni er þessi gámur frábært tæki til að vinna í landbúnaði, byggingariðnaði, flutningum og þjónustu sveitarfélaga. Heimasíða Pronar Vörunúmer 381000004

Pronar WP-25E Lyftaragafflar

eru gerðir fyrir ámoksturstæki dráttarvéla og liðléttinga. Lyftigeta 2500 kg  Kemur með EURO festingu. Gafflar 120 cm langir. Þyngd 226 kg. Heimasíða Pronar Vörunúmer 515104036000001

NC 25 tonna vélavagn

3ja öxl vagn með 7,92m palli og 1,5m hallandi uppkeyrslufleti ásamt sliskjum með lyftihjálp Breikkun á hvora hlið ásamt breikkunarsetti og geymsluhólfi Loft og vökvabremsur, hliðarljós og afturljós, tilbúinn til skráningar Dekkstærð 445x45x19,5   Ýmis búnaður er í boði og vagnin settur upp að óskum notanda:  Beygjuhásing á öftustu hásingu                                                                 Háhraða hásingar 60 km                                                                             Beygjuhásing á öftustu háhraða hásingu                                                 Lenging á palli upp í 8,5 m með breikkunum                                           Undiraksturvörn                                                                                             Vökvastýring á standard sliskjur/rampa                                                   Samanbrjótanlegur rampur með vökvastýringu                                    Varadekk 445/45x19,5                                                                                  Gólfkrókar hvert par                                                                                    Snúningsdráttarkrókur       Stillanleg hæð á dráttarkrók (ekki snúningur)                              Skrúfanlegur fótur á beisli                                                                LED blikkandi aðvörunarljós að aftan                                             Áhaldabox plast                                                                                  Áhaldabox járn                                                                                     Rúllustuðningur framan                                                                  Rúllustuðningur aftan                                                                        Þrýhirna á ramp til að slétta vagninn (fyrir rúllur             Heimasíða NC                                                          Bæklingur NC

Pronar – PB3100 vélavagn

PB3100 vagninn er alvöru vagn til tækjaflutninga. Vagninn er þriggja öxla, tekur 24 tonn og er ætlaður aftan í vörubíla. Hægt er að fá ýmsan aukabúnað á vagninn, s.s. vökvastýringu í rampa að aftan, vökvaspil, varadekk, verkfæraskáp, útvíkkun á palli o.fl. Einnig er hægt að velja um viðartegund á dekkinu, þ.e. eik eða fura. Tækjavagnarnir eru sérpantaðir eftir þörfum og óskum kaupanda.  Heimasíða Pronar