Pronar krókheysis-vagnarnir eru sterkir og vel byggðir enda hefur Pronar fengið fjölda verðlauna fyrir vörur sínar.
Vagnin er með dekkstærð 500/50-17 í upphaflegri útfærslu en val er um fleiri stærðir að ósk neitanda. Tandem fjöðrun með vökvalás til aukins stöðuleika við hleðslu og vökvabremsur 300×15. Dráttarbeisli með stillanlegri hæð og 50 mm auga. Umskiptanlegt ef kúla hentar betur. 12 V LED ljósabúnaður með breiddarljósum. Plast aurhlífar yfir hjólum. Vagnin þarf 3 vökvaúttök frá dráttarvél fyrir fjöðrunarlás, sturtun og stjórnun á krókarmi.
Vagnarnir eru oftast til á lager ásamt tilheyrandi skúffum.
Hægt er að fá ýmsan aukabúnað til viðbótar, s.s. stærri dekk, varadekk, aðra stærð á dráttarkrók,vökvastýrðan fót, losftbremsur, eigið vökvakerfi með dælu og olíutank knúið af drifskafti, vökvastýrðum lásum á gáma o.fl.
Heimasíða Pronar
Handbók
Vörunúmer 381000185