Showing all 3 results

Bogballe L 20 Plus áburðardreifari 

  700 L dreifari sem má auðveldlega stækka með upphækkunun allt að 2050 L.

Dreifarinn er með vökvaoppnun á dreifiskífur ,tveggja skífa sem snúast inn að hvorri annari. Tryggir það jafnari dreifingu. Skurðbakkastilling er staðalbúnaður og er stýrt með handfangi aftan á dreifaranum sem kippt er í, við það snýr snúningsátt dreifiskífa við og bakhlið sérhannaðra dreifispaða er notuð til dreifingar að skurðbakka.
Henntugt er að taka með þessum dreifara 2 stk 450 L upphækkanir og gera hann 1600 L, tekur hann þá vel 2 sekki og ekki er hætta á að skvettist upp úr honum þó í ójöfnu landi sé unnið Köglasigti, dreifispaðar 12-18 m, gráðumælir, aurhlifar og öryggishlíf er staðalbúnaður Ýmis fáanlegur aukabúnaður:
 •  1 stk       Upphækkun 450ltr              6980-01
 •  1 stk       Upphækkun  275 L              6980-17
 •  1 par      Dreifispaðar 12-18 m           4650-12
 •  1 par      Dreifispaðar 20-24 m          4650-20
 •  1 stk       Yfirbreiðsla                            6981-45
 •  1 par      Geymsluhjól                          6930-50
Sölumenn með upplýsingar um aðra aukahluti
Heimaísða Bogballe
nánari upplýsingar um verð, búnað og útfærslur hjá sölumönnum
Smellið á myndir í Myndagallery til að stækka þær

Bogballe M35W plus áburðardreifari 

 með fullkomnum stjórnbúnaði sem skilar hvað mestri nákvæmni í dreifingu áburðar sem þekkist.
Áratuga reynsla við Íslenskar aðstæður ásamt mjög vönduðum og skilvirkum stjórnbúnaði skilar Bögballe í flokk allra bestu áburðardreifara sem völ er á. Ryðtfrír dreifibúnaður og sérstök meðhöndlun á lakki ásamt öflugu þvottafyrirkomulagi gera dreifaran einnig hvað endingarbesta dreifaran á markaðinum. Þessi dreifari er hugsaður til að nýta áburðin til hins ítrasta og er hlaðin tæknibúnaði til að ná því fram. Hann er GPS stýrður, með nákvæmum vigtarsellum og sjálfvirkri stjórnun sem tryggir rétta magndreifingu, að þú ert ekki að tvíbera á sama flötin né skilja bletti eftir. Áburðardreifarinn samanstendur af
 •              M35W með CALIBRATOR TOTZ  stjórntölvu
 •              TREKT 1800 LÍTRAR M-LINE PLUS
 •              Upphækkun 750 lítrar M-line plus
 •              Upphækkun 450 lítrar M-line plus
 •              E2-T dreifispaðar 20-24m
 •              NAVI Com + loftnet f/TOTZ/ZURF compl.  GPS búnaður
 •              Stigi, samanbrjótanlegur
 •              Yfirbreiðsla f/M-line plus
    Hér er svo slóð á nýju Calibrator TOTZ tölvuna  Talva Ýmislegt gagnlegt um dreifarann Áburðardreifari
nánari upplýsingar um verð, búnað og útfærslur hjá sölumönnum
Smellið á myndir í myndagallerý til að stækka þær.

Áburðardreifari FD2-M10 Pronar

Tveggja skífu áburðardreifari sem tekur ca 700 kg (1 rúmmeter) í áburðarhólfið sem er úr plasti. Dreifarinn hefur jafna og góða dreifingu á stillanlegt vinnslusvið 10 til 24 m.  Vökvaopnun er á hvora dreifiskífu sem vinnur óháð magnstillingu. Hægt er því að hafa lokað til annarar dreifiskífunar við skurðbakkadreifingu.

Dreifarinn er fyrir meðalstórar dráttarvélar og henntar öllum bændum vel. Hann tengist á þrítengibeisli dráttarvélar og er aflúttaksknúin.   Aukabúnaður fánalegur:  4 hjól fyrir geymslutilfærslu. Vörunúmer  515107021000004