Skilafrestur rekstarvara og varahluta er 30 dagar frá afhendingu gegn framvísun reiknings. Ef skilað er innan 10 daga í upprunalegum óskemmdum umbúðum er endurgreitt í samræmi við upphaflegt greiðsluform annars inneignarnóta. Réttur er áskilinn til að hafna skilum á sérpantaðri vöru eða taka til baka með afföllum. Rafmagns- og efnavörur eru ekki teknar til baka

Athugasemdir við viðgerðarþjónustu ber að gera innan 30 daga frá því að þjónustan var veitt.
Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við neytendakaupalög 48/2003 og miðast við kaupdagsetningu til einstaklinga utan atvinnustarfsemi.
Ef um ræðir sölu á vöru til fyrirtækis (atvinnustarfsemi) er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsetningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup nr 50/2000. Ekki er tekin ábyrgð á notuðum vörum og tækjum.

Varan sem tilgreind er á reikningi þessum er eign seljanda þar til hún hefur að fullu verið greidd.

Verð á heimasíðu er einungis til viðmiðunar og birt með fyrirvara um villur. Verð getur breyst án fyrirvara vegna gengisbreytinga.
Vinsamlegast hafið samband til að fá rétt verð og lagerstöðu á vörum.