FMG RAP300 skafa fyrir ís eða jarðveg
vegskafa
er hönnuð fyrir faglega notkun til að fjarlægja klaka, krapa og snjó á veturna og til að jafna malarvegi á sumrin. Til að ná góðu gripi við yfirborðið er FMG skafan með einkaleyfi á vökvaþrýstingsstýringu sem gerir þér kleift að flytja þyngd dráttarvélarinnar yfir á blaðið. Þegar skafan er búin stingerblaði getur hún jafnvel skipt út stórum vegaviðhaldsvélum.
Hún tengist á þrýtengi dráttarvélar og er beislið útfært með tveim vökvatjökkum sem mynda niðurþrýsting stjórnað með vökvaþrýstingi. Er því hægt að ráða hve mikil vinnsla er á sköfunni við breytilegar aðstæður
Skafan er með sléttu slitblaði, stór stuðningshjól með stillanlegri hæð tryggja betri jöfnunareiginleika, vökvaþrýstings stjórnloka, 1/2″ vökvakúplingar
Hann þarf 3 vökvasneiðar (6 úttök) frá traktor ásamt fríu bakflæði
Aukabúnaður valfrjáls:
390RTT300 Stinger gaddablað sem festist með slétta standard blaðinu (nauðsinlegt við íssköfun)
390RVJS Breikkun vinstra megin 45°
390ROJS2 Breikkun hægra megin bein
390RH2 Vökvastillingasett á bæði stuðningshjólin
Hægt er að fá sem sérpöntun Perforated blade / gatablað no RVT300
Einnig eru í boði vinnslubreiddir 245 og 275 cm
Nánari lýsing
Athugasemdir
Framleiðandi |
FMG |
---|
Senda fyrirspurn
Svipaðar vörur
AEBI TT281 Terratrac+ dráttarvél
Hafið samband við sölumenn hvað varðar verð og nánari upplýsingar
AEBI TT281 TERRATRAC fjölnota dráttarvél Hér er fjölhæfð dráttarvél hönnuð til að ráða við erfiðustu aðstæður svo sem mikin hliðarhalla og þrengsli. Vélin er 109 hp Heimasíða Aebi-SchmidtFlaghefill Duun HTS275
Hefill sem nýtist vel við flagjöfnun, sléttingu malarslóða, heimreiða og plana, snjóruðning og svellsköfun. Tengist á þrýtengi dráttarvélar, hannað með HMV eða þríhyrningstengi í huga, jafnt framan og aftan.
Í boði sem aukabúnaður | Vörunúmer |
Vökvastýring hægri á stuðningshjól | 633123521007 |
Vökvastýring vinstri á stuðningshjól | 633123521008 |
Snjótönn PU-S25H, complete
Snjótönn PU-S32H, complete
Snjótönn PU-S35H, complete
Snjótönn PUS-S32
Tokvam snjóblásari F130 Hydraulic
verð er með vsk
Er nettur blásari ætlaður á minni vélar, henntar vel fyrir gangstéttar og við þröngar aðstæður, sérstaklega þar sem þörf er á léttum tækjum með mikla afkastagetu, kastlengd allt að 25 m. Tengist aftan á vél og bakkað eða kemur framan á vél á þrítengibeisli. Val um aflfluttning með drifskafti eða vökvarótor gefur kost á notkun við mikla breidd véla, frá smærri dráttarvélum, liðléttingum, skotbómulifturum til lítilla hjólaskófla. Snjóblásarin er búin oppnum tvöföldum innmötunarsnigli sem ræður vel við blautan sem harðan snjó og matar inn að öflugu kasthjóli sem skilar snjónum allt að 25 m frá honum í gegn um oppna og víða túðu, en henni má stjórna með vökvatjökkum, bæði snúningi og dreifispjaldi. Oppnar hliðar blásarans draga úr líkum á yfirhleðslu. Vinnslubreidd er 1,3 m. Val um aflúttakssnúning 540, 1000, 2000 eða 2500 snú/mín og vökvadrif þarf að tilgreina við pöntun.Snjóblásari 241THS Flex Tokvam
Góður snjóblásari (264 cm) fyrir t.d. heimreiðar bændabýla, minni sveitavegi, plön og allstaðar þar sem þrengra er um. Hann er nettur, gerður fyrir miðlungsstærð dráttarvéla, tengist aftan á vél og bakkað eða kemur framan á vél á þrítengibeisli. Þegar tekið er tillit til breiðrar línu aukahluta sem hægt er að fá með blásaranum er hann tiltækur til allrar gerðar snjóhreinsunar. Ef þú ert að leita að liprum og nettum snjóblásara fyrir 70 hestafla dráttarvélar og stærri.
Snjóblásarin hefur þrjá tengimöguleika, dregin eða bakkað festur á þrítengibeilsi aftan og svo ekið áfram á þrítengibeisli frambúnaðar, hann hefur bæði 540 og 1000 snú/mín afltengingu. 44 cm innmötunarsnigill brýtur auðveldlega köggla og tryggir öfluga innmötun, 75 cm kasthjól ásamt opinni og víðri túðu gefur honum möguleika á að kasta snjónum vel frá sér. Helstu álagsfletir úr Hardox-stáli.Staðalbúnaður | Vörunúmer |
Vængur vinstri 12 cm breikkun | 37113475 |
Vængur hægri 12 cm breikkun | 37110989 |
Glussastýring fyrir túðuenda | 37111127 |
Drifskaft 3'er1-3/8" + 1-38"Z6 (framan) | 37123590 |