Neyðarþjónusta Aflvéla

Neyðarþjónusta verkstæða Aflvéla er margþætt enda eru aðstæður viðskiptavina misjafnar. Við leggjum áherslu á að halda kostnaði viðskiptavina vegna neyðarþjónustu, þjónustu utan opnunartíma, sem lægstum og leitum ávallt leiða í samstarfi við viðskiptavininn um hagstæðustu leiðir og m.a. reyna að leysa málin í gegnum símann.

Gjald fyrir neyðarþjónustu

Neyðarþjónusta verkstæðis og varahlutaverslunar kostar kr. 25.000 + vsk fyrir hvert útkall og er útkallskostnaður til viðbótar við kostnað sem hugsanlega fellur til vegna viðgerðar og varahluta. Neyðarþjónusta er hugsuð fyrir viðskiptavini sem lenda óvænt í því að tæki bilar en þurfa nauðsynlega á viðgerð að halda utan opnunartíma.

Neyðarnúmer

Neyðarnúmer utan hefðbundins opnunartíma er í boði fyrir eftirfarandi:

  • Varahlutadeild:
  • Verkstæði: 771 5522
  • Mjaltarkerfi: 771 2097

Neyðarþjónusta utan Höfuðborgarsvæðisins & Selfossar

Neyðarþjónusta utan Höfuðborgarsvæðisins og Selfossar er í boði hjá þjónustuaðilum okkar um land allt. Kostnaður vegna útkallsþjónustu fer eftir hverjum þjónustuaðila. Það sama gildir um neyðarþjónustu þeirra aðila.