fjölhæfur vagn til ýmissa fluttninga.
12 tonna hlassþyngd
Hentar vel þar sem fjölbreytni í notkun ræður för, sem flatvagn, malarvagn með einu setti af skjólborðum og kornvagn með tveim settum af skjólborðum. Tandem með blaðfjöðrum gera hann mjúkan í drætti hvort sem um tóman eða hlaðin vagn er að ræða. Sturtun er á þrjá vegu, aftur úr og til sinn hvorrar hliðar. Skjólborð eru 60 cm breið, gerð úr rifluðu stáli og auðveld í umgengni hvort sem um er að ræða að opna eða hreinlega taka þau af. Upphækkun um 60 cm breið skjólborð sem er smellt á er valbúnaður. Kornlúga á afturhlera er staðalbúnaður. Stigi með góðum þrepum er framan á vagninum til að auðvelda inngöngu á pallinn. Hæðarstillanlegt dráttarbeisli með 50 mm snúningsauga. Vökvastýrður fótur á dráttarbeisli. Val um loft eða vökvabremsur en í þessu tilfelli er um vökvabremsur að ræða. Hann er með handbremsu sem er trekkt. Ljósabúnaður að aftan. Dekk stærð 500/45-22,5
Litur er rauður ral 3000 á grind og grænn ral 6010 á skjólborðum.
Heimasíða Pronar