Nýja „M“ línan af Pronar plógunum með 30 gráðu halla við jörð. Þessi lína er með kastvængjum og hefur því þá eiginleika að rífa vel upp snjóinn og kasta honum í burtu. Þar að auki er hann með 35 gráðu skekkingu á hvoru blaði fyrir sig fram og aftur. Þessi plógur er sterkur og þægilegur í meðförum. Plógurinn kemur standard með stálskerum, rafmagnsskipti til að stýra hreyfingum á blöðum, yfirálagsvörn og þrýstingsjafnara á glussakerfið, plöttum, ljósabúnaði og þrí-punkt festingu. Hægt er að velja ýmsan aukabúnað s.s. hjól í stað platta eða aðrar tegundir af slitblöðum. Hentar vel á tæki sem eru 100 til 200 hestöfl. Dæmi um festingar: JCB, Case, Ford, LC1650, 3-punkt, Caterpillar, Euro o.fl.