Pronar – PB3100 vélavagn
PB3100 vagninn er alvöru vagn til tækjaflutninga. Vagninn er þriggja öxla, tekur 24 tonn og er ætlaður aftan í vörubíla. Hægt er að fá ýmsan aukabúnað á vagninn, s.s. vökvastýringu í rampa að aftan, vökvaspil, varadekk, verkfæraskáp, útvíkkun á palli o.fl. Einnig er hægt að velja um viðartegund á dekkinu, þ.e. eik eða fura.
Tækjavagnarnir eru sérpantaðir eftir þörfum og óskum kaupanda.
Heimasíða Pronar
Pronar – RC2100 vélavagn
RC2100 vagninn er nettur vagn til tækjaflutninga. Vagninn er tveggja öxla (tandem), tekur 14,7 tonn og er ætlaður aftan í dráttarvélar. Hægt er að fá ýmsan aukabúnað á vagnana, s.s. vökvastýringu rampa að aftan, vökvaspil, varadekk, verkfæraskáp, útvíkkun á palli o.fl. Bremsubúnaður er val um vökvabremsur eða lofbremsur.
Tækjavagnarnir eru sérpantaðir eftir þörfum og óskum kaupanda.
Heimasíða Pronar
Pronar – T654/1 sturtuvagn
Pronar frameiðir yfir 120 mismunandi gerðir tengivagna, allt frá 2 tonn upp í 32 tonn. Þessi vagn hentar vel bæjarfélögum og litlum verktökum. Beislið er með handstýrðu nefhjóli og 50mm auga fyrir krók. Vagninn er með ýmsum aukabúnaði, s.s. vökvabremsum eða loftbremsum, handbremsu (barki), ljósum, stiga að framan, rafmagnsúttaki að aftan, 2 x 500mm göflum og 3ja-þrepa sturtutjakk.
Hægt er að fá ýmsan aukabúnað á tengivagnana, s.s. yfirbreiðslu, breitingu á dráttarbeisli, stærri dekk o.m.fl. Pronar tengivagnar eru því sérpantaðir eftir þörfum og óskum kaupanda.
Heimasíða Pronar
Pronar – T655 sturtuvagn
Þessi vagn hentar vel fyrir litla traktora í innanbæjarsnatti, t.d. hjá bæjarfélögum eða fyrir einstaklinga. Beislið er með 50mm auga fyrir krók, loftbremsum, handbremsu (barki), ljósum og 3ja-þrepa sturtutjakk.
Heimasíða Pronar
Pronar RC3100 vélavagn
er stærsti vélavagnin ætlaður fyrir dráttarvélar sem Pronar býður. Hann er 3ja öxla og val um nokkrar dekkja stærðir. Ýmis aukabúnaður er í boði svo sem vökvastjórnun á römpum, dráttarauga snúnings eða fast 40 mm eða 50 mm. Breikkanir á fleti og val um viðartegund í botni eik eða fura. Vökvastjórnun á fæti við beisli vagnsins, loft eða vökvabremsur og fl.
Helsti staðabúnaður:
Pallur með viðargólfi og stálgólfi við rampenda með hálkuvarnandi rifflum.
Augu fyrir festibönd á hvorum enda. Rampar með handstjórnun og öryggislás
Fjöðrun með blaðfjöðrum
Tveggja línu loftbremsur og handbremsa.
Dráttarbeisli með 80 kúlutengi
12V rafkerfi og ljósabúnaður LED
50 L verkfærakassi
Litur Orange RAL7021
Heimasíða Pronar