Aflvélar ehf er í samstarfi við þjónustuverktæði víðsvegar um landið. Á kortinu hér að ofan eru verksktæðin merkt inná.
Þeir aðilar sem lenda í því að vél þeirra þarfnast þjónustu eða viðgerðar eru vinsamlegast beðnir um að leita til næsta þjónustuverkstæðis.
Viðhald og ábyrgð
Ábyrgðartími getur verið mismunandi og hvetjum við þig til að kynna þér hann og skilmála framleiðanda í hand- og þjónustubókum eða hjá sölu og þjónustumönnum okkar.
Til þess að ábyrgðin haldi sér er nauðsynlegt að sinna reglulegu eftirliti og viðhaldi
Í daglegum rekstri véla og tækja er reglulegt viðhald nauðsynlegt til að búnaður starfi rétt og eðlilega, eigandinn ber ábyrgð á því að bæði almennu og áskildu viðhaldi sé sinnt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda..
Almennt viðhald felur í sér þá þætti sem skoða þarf við daglegan rekstur véla og tækja. Þegar þú sinnir almennu viðhaldi eða öðrum smáviðgerðum skaltu gæta þess að fara eftir leiðbeiningunum sem þú finnur í notandahandbók. Slíkar skoðanir getur þú sjálfur, tæknimaður eða viðurkenndur þjónustuaðili séð um eftir því sem við á samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda
Þjónustuskoðanir og annað áskilið viðhald er nauðsynlegt að framkvæma af viðurkenndum þjónustuaðila til að viðhalda ábyrgð framleiðanda.
Við hvetjum þig til að koma með þínar vélar og tæki í þjónustuskoðanir svo að þær þjóni þér best, geri óvenjuleg hljóð, titringur, þvingun eða lykt vart við sig, skaltu láta kanna það nánar hjá næsta þjónustuaðila eins fljótt og auðið er. Athugaðu reglulega herslu á boltum og fylgstu með vökva og olíumagni þar sem við á.
Vert að hafa í huga að gott viðhald skiptir miklu máli varðandi endursöluverð.