
Kerra/hjólbörur CT 400
kr. 70.000 kr. 58.900

Hjólabúnaður+handföng 6500 AL-KO
kr. 21.500
Snjótönn og festingar
kr. 260.400
Snjótönn með 125 cm breiðri festingagrind fyrir AL-KO Solo sláttutraktora
til á lager
Vörunúmer:
538119600
Vöruflokkar: AL-KO, Sláttutraktorar og tæki, Snjótennur, Sumartæki, Vetrartæki
Tag: Á lager
Senda fyrirspurn
Svipaðar vörur
Sanddreifari PS250M, 0,5 rúmm
Pronar PS 250M PTO-drifin salt/sanddreifari
Þessi sílódreifari er drifskaftsdrifinn og hentar vel aftan á t.d. Kubota traktora við vinnu í þröngum aðstæðum s.s. gangstéttum o.fl. Lágmarksorkuþörf frá tæki er aðeins 15 HP. Hægt er að stilla dreifibreidd með mekanískum hætti.
Tæknilegar upplýsingar:
Heimasíða Pronar
KPT40 | |
Magn efnis (rúmmetrar) | 0,5 |
Dreifibreidd (m) | 1-6 |
Lágmarks hestöfl tækis (HP | 15 |
Þyngd (kg) | 120 |
Hleðsluþyngd (kg) | 600 |
Snjóblásari AL-KO 620 II Snowline
kr. 245.000
Snjóblásari F220H Pro Tokvam
Nettur blásari ætlaður á millistærð vélar, henntar vel fyrir gangstéttar og við þröngar aðstæður, sérstaklega þar sem þörf er á léttum tækjum með mikla afkastagetu, kastlengd allt að 25 m. Tengist aftan á vél og bakkað eða kemur framan á vél á þrítengibeisli. Val um aflfluttning með drifskafti eða vökvarótor gefur kost á notkun við mikla breidd véla, frá smærri dráttarvélum, liðléttingum, skotbómulifturum til lítilla hjólaskófla.
Snjóblásarin er búin oppnum tvöföldum innmötunarsnigli sem ræður vel við blautan sem harðan snjó og matar inn að öflugu kasthjóli sem skilar snjónum allt að 25 m frá honum í gegn um oppna og víða túðu, en henni má stjórna með vökvatjökkum, bæði snúningi og dreifispjaldi. Oppnar hliðar blásarans draga úr líkum á yfirhleðslu. Vinnslubreidd er 2,2 m. Þvermál kasthjóls 55 cm. Þvermál innmötunarsnigils 65 cm. Þyngd 670 kg. Aflþörf 40 til 70 Hp. Val um aflúttakssnúning 540, 1000, 2000 eða 2500 snú/mín og vökvadrif þarf að tilgreina við pöntun.
Snjótönn PUS-S32
Þessi tönn er sérstaklega ætluð vörubílum og þjónustubílum sem stunda mokstur innan og utan þéttbýliskjarna s.s. stofnleiðir, hverfi, og þjóðvegi. Innra byrði tannarinnar er úr plast sem gerir hana mjög létta. Tönnin er með áfastri glussadælu og þarf því aðeins að tengjast við rafmagn bílsins. Á festingunni er bæði skekkjunar og hýfingarbúnaður. Hún kemur með stálskerum sem hafa hver um sig sjálfstæða fjöðrun, en hægt er að fá gúmmíblöð líka. Stýribox inn í bílinn fylgir með tönninni.
Flaghefill Duun TS260 án aukahluta
Léttur hefill sem nýtist vel við flagjöfnun, sléttingu malarslóða, heimreiða og plana, snjóruðning og svellsköfun. Tengist á þrýtengi dráttarvélar, hannað fyrir millistærð dráttavéla og tengist jafnt framan og aftan.
Hægt er að snúa blaðinu 360° með vökvatjakk og þar með draga það eða ýta og fá fram fjölhæfa vinnslu. Gegnumgangandi stimpilstöng fyrir snúningstjakkinn. Mjög öflug miðjulega smurð bæði framan og aftan. Stuðningshjól með stillanlegri hæð tryggja betri jöfnunareiginleika. Vökvastylling á hliðarfærslu eikur á sveigjanleika og fjölhæfni þar sem notandi stjórnar staðsettningu hefilssins við dráttarvélina á ferð.
Meðhöndlað slitstál með kílboltum er staðalbúnaður á öllum TS-gerðum.
Á lager: Duun TS 260 hefill no 633123829001 sem inniheldur stuðningshjól 4.00x8 no 6331238120 og vökvasnúning á bómu no 633123839015 ásamt vökvastýrðri hliðarfærslu no 633123839010
Heimasíða Duun TS260
Bæklingur Duun TS 260
Flaghefill Duun HTS275
Hefill sem nýtist vel við flagjöfnun, sléttingu malarslóða, heimreiða og plana, snjóruðning og svellsköfun. Tengist á þrýtengi dráttarvélar, hannað með HMV eða þríhyrningstengi í huga, jafnt framan og aftan.
Hægt er að snúa blaðinu 360° með vökvatjakk og þar með draga það eða ýta og fá fram fjölhæfa vinnslu. Gegnumgangandi stimpilstöng fyrir snúningstjakkinn. Mjög öflug miðjulega smurð bæði framan og aftan. Stór stuðningshjól með stillanlegri hæð tryggja betri jöfnunareiginleika. Vökvastylling á hliðarfærslu eikur á sveigjanleika og fjölhæfni þar sem notandi stjórnar staðsettningu hefilssins við dráttarvélina á ferð.
Meðhöndlað slitstál með kílboltum er staðalbúnaður á öllum HTS-gerðum.
Duun HTS 275 hefill no 63323549002 sem inniheldur stuðningshjól 6.00×9 no 63323523006 og vökvasnúning á bómu no 63323823004 ásamt vökvastýrðri hliðarfærslu no 633123839010
Í boði sem aukabúnaður | Vörunúmer |
Vökvastýring hægri á stuðningshjól | 633123521007 |
Vökvastýring vinstri á stuðningshjól | 633123521008 |
Snjóblásari 241THS Flex Tokvam
Góður snjóblásari (264 cm) fyrir t.d. heimreiðar bændabýla, minni sveitavegi, plön og allstaðar þar sem þrengra er um. Hann er nettur, gerður fyrir miðlungsstærð dráttarvéla, tengist aftan á vél og bakkað eða kemur framan á vél á þrítengibeisli. Þegar tekið er tillit til breiðrar línu aukahluta sem hægt er að fá með blásaranum er hann tiltækur til allrar gerðar snjóhreinsunar. Ef þú ert að leita að liprum og nettum snjóblásara fyrir 70 hestafla dráttarvélar og stærri.
Snjóblásarin hefur þrjá tengimöguleika, dregin eða bakkað festur á þrítengibeilsi aftan og svo ekið áfram á þrítengibeisli frambúnaðar, hann hefur bæði 540 og 1000 snú/mín afltengingu. 44 cm innmötunarsnigill brýtur auðveldlega köggla og tryggir öfluga innmötun, 75 cm kasthjól ásamt opinni og víðri túðu gefur honum möguleika á að kasta snjónum vel frá sér. Helstu álagsfletir úr Hardox-stáli.Staðalbúnaður | Vörunúmer |
Vængur vinstri 12 cm breikkun | 37113475 |
Vængur hægri 12 cm breikkun | 37110989 |
Glussastýring fyrir túðuenda | 37111127 |
Drifskaft 3'er1-3/8" + 1-38"Z6 (framan) | 37123590 |