Fréttir Aflvélar

Pronar sandkassi/saltkassi

1-2014-10-03 14.32.09Þessi glæsilegi splunkunýji sand-/saltkassi frá Pronar stendur nú á planinu hjá okkur og bíður eftir nýjum eiganda. Kassinn er hinn fullkomnasti í alla staði og hentar mjög vel á litla og stóra vörubíla. Hann tekur 6 rúmmetra af efni og 1.900L af saltpækli. Kassinn er tengdur beint við vökvakerfi bílsins. Fullkomið stjórnborð með stórum tölfuskjá fylgir kassanum, þar sem hægt er að stýra dreifimagni, dreifiátt o.fl. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um kassann með því að smella hér. Annars er sjón söguríkari, endilega bara kíkja í kaffi og skoða græjuna betur.

 

Tilboðsverð á þessum kassa er kr. 3.752.450 (með vsk)

Back to list