Fréttir og tilkynningar

Nýjar lausnir við jarðvegsþjöppun

Nýjung: Öndunarvélar

Aukin jarðvegsþjöppun – minni uppskera og aukin kalhætta.

Undanfarin ár hefur athygli manna víða um heim beinst að uppskeruminnkun í ræktarlandi vegna aukinnar jarðvegsþjöppunar sem bæði stafar af aukinni umferð þungra véla og beit dýra.

Samfara þessu hefur þróun véla og tækja sem ætlað er að vinna á móti þjöppuninni vaxið hröðum skrefum en gróflega má segja að slík tækni skiptist í tvennt.

jardvegsthjoppun1

Loftunartennur ýmiskonar vinna oft á 40-70sm dýpi og hafa það hlutverk að losa upp jarðveg á meira dýpi en hefðbundin plæging getur og auka vatnsleiðni í gegnum vatnsheldin lög sem oft má finna í jarðvegnum. Nokkur reynsla er af notkun slíkra tækja hérlendis þó aldrei hafi þau náð mikilli útbreiðslu og er hópur bænda sem notar þessa tækni reglulega og telur sig sjá verulegan árangur af notkuninni.

jardvegsthjoppun2

Öndunarvélar eru einnig margskonar en yfirleitt eru þær uppbyggðar sem einhverskonar hnífar soðnir í 90° horn á láréttum öxli sem ganga 10-15sm niður í yfirborð túna.

Í eldri túnum er oft skortur á súrefni í efsta lagi jarðvegsins þar sem rótakerfi plantnanna verður með tímanum mjög þétt og grannar loftrásir sem eru venjulega í jarðvegnum stíflast vegna smárra agna af yfirborðinu og vegna áhrifa þjöppunar véla og tækja. Um leið og dregur úr streymi súrefnis í ræktunarlaginu svokallaða dregur úr vaxtargetu plantanna og uppskera túnanna minnkar, auk þess sem hætta á kali eykst stórlega.

Hérlendis hafa litlar rannsóknir farið fram undanfarin ár á hversu alvarlegt vandamál jarðvegsþjöppun er í ræktarlandi. En þar sem umferð þungra véla eyskt jafnt og þétt, sumur hafa víða verið mjög blaut og verulega hefur dregið úr frostlyftingu, má gera ráð fyrir að uppskerutap vegna þjöppunar sé verulegt víða um land.

Jötunn Vélar leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi við kynningu og innleiðingu á tækninýjungum sem nýst geta til framfara og bættrar afkomu í íslenskum landbúnaði. Nýjasta uppátækið í þessu sambandi er innflutningur á svokallaðri öndunarvéla sem er yfirborðsloftunarherfi frá hollenska fyrirtækinu Evers sem hefur langa reynslu á þessu sviði. 

Bændum um allt land mun nú næstu vikum bjóðast að prófa þetta nýja tæki á sýnu landi til að reyna hvort þessi tækni skili í raun og veru einhverjum árangri við aðstæður hvers og eins. Lán á tækinu er endurgjaldslaust en gera má ráð fyrir einhverjum kostnaði við flutninga og þrif á tækinu á milli manna. Áhugasamir bændur eru hvattir til að hafa samband við Finnboga í síma 4800410 eða á netfanginu fm@jotunn.is sem fyrst ef menn langar að prófa tækið þar sem nú er besti tími ársins til að nota tækið. 

Hér er síðan slóð á Youtube myndband sem sýnir tækið í vinnslu:

Ef mönnum langar að lesa sér til á netinu um þessa tækni þá kallast tækin oft aerotors á ensku.

PDF-skjal með þessum pistli er að finna hér:  Jarðvegsþjöppun PDF

Back to list