Fréttir Aflvélar

Ný sending af plógum

puv3300Nýr skammtur af plógum bættist á planið hjá okkur í síðustu viku og við erum því klárar í veturinn. Þessir plógar eru lang mest seldu plógarnir okkar og hafa reynst einstaklega vel. Þeir eru allir 3.3 metra breiðir og koma með 3-punkt festingum og stálskerum. Hægt er að breita um festingu en við eigum þær á flestar tegundir vinnuvéla. Verðið á þessum plógum mun haldast óbreitt eða aðeins kr. 795.000 + vsk. Nú þegar eru tveir plógar seldir og margir að spá þannig að það er betra að bregðast skjótt við.

Einnig erum við komnir með á planið nýjan sandkassa frá Pronar (HPT40). þessi kassi tekur 6 rúmmetra af sandi/salti og 1700 lítra af pækli. Kassinn er búinn fulkominni tölvustýringu sem vaktar hraða á færibandi, dreifidisk og pækildælu. Kassanum fylgir fullkomið stjórnborð inn í bíl. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um kassann með því að smella hér.

Back to list