Fréttir og tilkynningar

Náttstaður – Byltingarkenndar gistieiningar

Náttstaður – Byltingarkenndar gistieiningar

Okkur er mikil ánægja að geta kynnt nýja lausn bygginga fyrir t.d. ferðaþjónustuaðila sem sameinar mikil gæði og sveigjanleika á einstakan hátt. Hönnun húsanna er einstök og byggir á að nota kosti steinullareininga sem byggingarefnis til fullnustu og ná þannig fram byggingum sem uppfylla ákvæði bygingarreglugerða án málamiðlanna og eru á sama tíma nánast viðhaldsfrí.

Með því að smella hér má lesa kynningarbækling um þessa einstöku lausn en sýningarhús mun verða sett upp á lóð Jötuns á Selfossi í byrjun maí þar sem viðskiptavinir geta sjálfir reynt hversu einstakar þessar lausnir eru. Raðsmíði húsanna í Árborg tryggir vönduð vinnubrögð og mikinn hraða við samsetningar sem gerir okkur kleift að bjóða þessi vönduðu hús á einstöku verði. Stuttur afgreiðslutími.

Upplýsingar um húsin veitir Finnbogi í síma 4800410.

 

Back to list