Fréttir og tilkynningar

Kynning á nýja kurlaranum á Héraði

Bolli Gunnarsson, starfsmaður okkar á Akureyri, fór austur á hérað til að vera viðstaddur kynningu á stóra kurlaranum sem Jötunn flutti inn. Um 40 manns sóttu kynninguna í sól og blíðu og þáðu fróðleik, ketilkaffi og lummur í tilefni dagsins.  Bolli tók þessar myndir á kynningunni.

Kurlarinn er afar nýtinn og afkastamikill en hann afkastar margfalt á við eldri kurlara sem er á svæðinu.

Næsta verkefni heimamanna er að finna fleiri verkefni og útbúa kurlarann þannig að hann geti leyst fleiri verkefni ásamt því að finna fyrirkomulag á rekstur kurlarans þannig að hann geti þjónað sem flestum með sem minnstum tilkostnaði.

Back to list