Það er mikilvægt að eiga stóran varahlutalager.
Eins og mörgum er kunnugt um þá voru gerðar umgfangsmiklar netárásir fyrr í sumar sem höfðu veruleg áhrif á ýmsa starfsemi um heim allan, m.a. á flutningafyrirtæki. Enn í dag eru sum flutningafyrirtækjanna ekki að fullu orðin starfhæf aftur þó ástandið fari batnandi með hverjum deginum. Því miður hafa nokkrir viðskiptavina okkar þurft að bíða jafnvel vikum saman eftir afgreiðslu hraðsendinga vegna þessa og oft á tíðum hefur engin svör verið að fá varðandi hvar sendingar séu og hvenær megi eiga von á þeim.
Þegar svona staða kemur upp þá kemur glögglega í ljós mikilvægi þess hjá þjónustufyrirtækjum eins og Jötni að eiga stóra varahlutalagera til að ganga í og geta þannig leyst úr langflestum fyrirspurnum um hæl. Því raunin er að þrátt fyrir allt tal um að engin þörf sé fyrir að eiga varahluti upp í hillu, því þeir komi næsta dag erlendis frá, þá þarf ótrúlega lítið til að setja hluti eins og t.d. hraðflutninga í þessu tilfelli verulega úr skorðum.