Nýr vélsópur frá Pronar (ZMC2.0)
Þá er hann loksins kominn, nýji ZMC 2.0 sópurinn frá Pronar. Þessi einfaldi sópur tengist beint aftan í dráttarvél og er knúinn af 1000 snúninga drifskafti frá vélinni. Pronar sópurinn er líklega ódýrasta lausn sem hægt er að hugsa sér til sópunar í íbúðarhverfum og stofnleiðum. Sópurinn er einfaldur og þægilegur í notkun sem gerir rekstrarkostnað hans mjög lágan. Sópurinn er til sýnis og prófunar hjá okkur í Vesturhrauni 3.
Listaverð á sópnum er 3.900.000 en við verðum með tilboð á honum út Maí á aðeins kr. 3.600.000 (án vsk). Komdu, sjáðu og upplifðu eða sendu okkur fyrirspurn á sala@aflvelar.is. Við erum líka við símann 480 0000 frá 8 til 17 alla daga.