Grafa & grjót ehf kaupir fjölplóg frá Prónar
Í byrjun október komu 6 nýjir PUV3300 fjölplógar á planið hjá okkur og nú eru aðeins 2 eftir óseldir. Þessi plógar hafa reynst sérlega vel og hefur eftirspurn farið vaxandi. Grafa og grjót ehf festi kaup á einn slíkann og sáu tæknimenn Aflvéla ehf um að græja plóginn á nýja Caterpillar 444E gröfu. Við hjá Aflvélum óskum Sigga hjá Grafa og grjót ehf til hamingju með nýja plóginn og nýju CAT gröfuna.