Fréttir Aflvélar

D&G frett

Penguins

Mik­il­væg­asta um­hverf­is­verk­efnið

Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veit­unn­ar, seg­ir í til­kynn­ing­unni að brenni­steinsvand­inn sé mik­il­væg­asta um­hverf­is­verk­efni Orku­veit­unn­ar nú um stund­ir. Hann seg­ir smíði þess­ar­ar stöðvar vera mik­il­vægt skref til lausn­ar. Einnig séu að spretta upp viðskipta­tæki­færi tengd jarðhita­gös­un­um, en ábyrgðin á lausn vand­ans hvíli auðvitað á Orku­veit­unni.

Það verk sem nú hef­ur verið samið um lýt­ur að smíði, upp­setn­ingu og fullnaðarfrá­gangi á gasskilju­stöð fyr­ir Hell­is­heiðar­virkj­un sem staðsett verður á lóð virkj­un­ar­inn­ar á Hell­is­heiði. Gasskilju­stöðin er 12×8 metr­ar að flat­ar­máli, stál­grind­ar­hús á steyptu gólfi auk um 13 metra hás þvottaturns við stöðina. Verktak­inn sér um alla lagna- og jarðvinnu, stál­smíði og upp­setn­ingu vél­búnaðar, sem og all­ar raflagn­ir. Þá fel­ast í verk­inu end­ur­bæt­ur á viðeig­andi búnaði við afl­vél­ar Hell­is­heiðar­virkj­un­ar.

Sjá frétt á mbl.is