Aflvélar

Um aflvélar

 

Aflvélar ehf er sérhæft sölu- og þjónustufyrirtæki á ýmsum búnaði.

  • Tæki – Búnaður til að þjónusta vegi og flugvelli
  • Þjónusta – Samsetning og viðhald tækjabúnaðar
  • Sala – Ræstingartæki, m.a. gólfþvottavélar og ryksugur
  • Byggingar – Gluggar og hurðir

 Sjá starfsmenn hér

Saga Aflvéla ehf.

Félagið var stofnað árið 2004 og á rætur að rekja til Burstagerðarinnar og Besta sem voru í eigu sömu aðila. Í raun hafa Aflvélar selt tæki frá árinu 1984 þegar innflutningur á Beilhack og Danline flugbrautarsópununum byrjaði í kjölfar sölu Burstagerðarinnar á burstum fyrir flugvallarsópa frá árinu 1979.

Meðal umboða og þjónustu er ASH Aebi Schmidt Holding sem er stórfyrirtæki í sumar og vetrarvélum með höfuðstöðvar í Zurich í Sviss. Fyrirtæki í eigu ASH eru m.a. AEBI í Sviss með , Schmidt í Þýskalandi, Nido í Hollandi, Beilhack í Þýskalandi, DMI (hugbúnaðarfyrirtæki) í Þýskalandi, Tellefsdal í Noregi og Meyer í Bandaríkjunum. Hundruðir tækja frá ASH Aebi Schmidt til snjóruðnings og sumarstarfa eru í notkun á landinu og þau eru þjónustuð af starfsmönnum Aflvéla ehf.

Einnig er Aflvélar með umboð fyrir ýmis tæki fyrir sumar og vetur frá Pronar í Póllandi, veghefla frá Veekmas oy í Finnlandi, ásamt fleiri umboðum s.s. Weber burstaverksmiðjanna í Þýskalandi, GMI í Noregi og Monroe í USA, slitblöðum frá Kuper í Þýskalandi og Nordic steel í Noregi ásamt vélum til innanhússþrifa; i-Team og Cleanfix frá Sviss.

Aflvélar er með stórt og fullkomið eigið verkstæði að Vesturhrauni 3, sem getur tekið við öllum stærðum af tækjum. Á verkstæði fyrirtækisins starfa sérþjálfaðir starfsmenn og sinna þeir öllum viðgerðum auk þess að veita tæknilega aðstoð.